Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

„Skógareldur“ í alþjóðlegar fréttir
Þriðjudagur 16. maí 2006 kl. 10:04

„Skógareldur“ í alþjóðlegar fréttir

Hver hefði trúað því að sinueldur á skógræktarsvæði ofan Keflavíkur kæmist í heimsfréttirnar. Það gerðist þó í gær. Eftir að ljósmynd Víkurfrétta af vettvangi brunans hafði birst á vef Morgunblaðsins var haft samband við ljósmyndara, Víkurfrétta frá Svíþjóð.

Sænska dagblaðið Aftonbladet sýndi brunanum áhuga, þar sem skógareldar væru ekki algengir á Íslandi. Þeim sænsku fannst líka broslegt að hinn íslenski skógur innihélt eingöngu tré sem vart geta talist mannhæðar há. Mynd frá brunanum prýðir Aftonbladet í dag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024