Skóflustunga nýs leikskóla
Framkvæmdir hófust í dag við gerð nýs leikskóla í Reykjanesbæ, en þau Eirdís Inga Gunnarsdóttir og Guðlaugur Ari Grétarsson tóku fyrstu skóflustungurnar kl 14:00. Eirdís og Ari eru á öru aldursári og eiga bæði umsókn um skólavist á hinum nýja leikskóla.Nú þegar eru starfræktir 6 leikskólar í bænum með samtals 551 barni. Nýi leikskólinn hefur rými fyrir 120-130 börn á fjórum deildum og áætlað er að um 20 starfsmenn muni verða þar við störf. Þann 1. desember má því reikna með að um 680 börn verði í leikskólum bæjarins.Arkitekt nýja leikskólans er Kristinn Ragnarsson, en verktaki er Hjalti Guðmundsson og synir. leikskólahúsið er 660 m2 að stærð, en stærð lóðarinnar er 4480 m2. Áætlaður kostnaður við byggingu leikskólans er 92 milljónir króna.