Skóflustunga að metanólverksmiðju í Svartsengi tekin í dag
Fyrsta skóflustungan að metanólverskmiðju í Svartsengi í landi Grindavíkur var tekin í dag. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands var viðstaddur ásamt George Olah Noble, verðlaunahafa í efnafræði. Hann er höfundur að aðferðinni varðandi vinnslu efnisins.
Hitaveita Suðurnesja hf. og fyrirtækið Carbon Recycling International ehf. hafa undirritað samstarfssamning um að reka verksmiðju sem breytir koltvísýringsútblæstri frá jarðvarmavirkjuninni við Svartsengi í metanól, fljótandi eldsneyti fyrir bíla og önnur faratæki. Þetta verður fyrsta verksmiðja sinnar tegundar í heiminum. Umhverfismat fyrir verksmiðjuna er þegar lokið og verksmiðjan er komin á deiliskipulag Grindarvíkurbæjar. Framleiðslugeta þessarar verksmiðju er 4 milljón lítrar og verður kominn með framleiðslu í enda næsta árs.
Verksmiðjan mun bera nafnið George Olah CO2 to Renewable Methanol Plant. Sindi Sindrason, stjórnarformaður fyrirtækisins sagði að næsta verksmiðja yrði tíu sinnum stærri. Nánar síðar hér á vf.is.
www.grindavik.is
Skóflustungan var tekin var nokkrum aðilum sem koma að þessari nýju metanólverksmiðju, fyrstu sinnar tegundar í heiminum. VF-mynd/pket