Skoðunarferðir um sveitarfélögin á Reykjanesi
Upplýsingamiðstöð Reykjaness mun bjóða upp á skoðunarferðir um öll sveitarfélögin á Reykjanesi í vor. Ferðirnar verða alls sjö. Ferðirnar um Reykjanesbæ verða þrjár Keflavík, Innri-Njarðvík og Hafnir síðan verður farið í Grindavík, Hafnir, Voga og í Inn-Garðinn . Fróðir leiðsögumenn munu lýsa hverjum stað. Göngurnar verða ekki erfiðar og reynt verður að miða við að sem flestir geti tekið þátt. Farið verður á eigin bílum og byrjað á ákveðnum stað í hverju sveitarfélagi og endað á sama stað. Áætlað er að byrja fimmtudaginn 6.mai. Dagskrá skoðunarferðanna verður gefin út og birtist hún í næsta blaði, einnig er hægt að nálgast hana á Upplýsingamiðstöð Reykjaness Hafnargötu 57 Kjarni Sími: 421 6777 netfang [email protected] og www.reykjanes.is