Skoðaði sjálfan sig!
Geirmundur Kristinsson, sparisjóðsstjóri Sparisjóðsins í Keflavík, skoðaði lágmynd af sjálfum sér á sýningu Erlings Jónssonar og samtímamanna, sem nú stendur yfir í sýningarsal Listasafns Reykjanesbæjar í DUUS-húsum. Geirmundur kunni vel að meta sýninguna í DUUS-húsum eins og þeir fjölmörgu sem lögðu leið sína þangað á opnunina, en sýningarsalurinn var þéttskipaður á opnunardaginn.
Verk Erlings eru mögnuð og lág- og brjóstmyndir hans nákvæmar eftirmyndir þeirra sem þær túlka.
VF-mynd:Hilmar Bragi Bárðarson
Verk Erlings eru mögnuð og lág- og brjóstmyndir hans nákvæmar eftirmyndir þeirra sem þær túlka.
VF-mynd:Hilmar Bragi Bárðarson