Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skoða uppbyggingu smáhýsa í Garði
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
miðvikudaginn 26. janúar 2022 kl. 17:00

Skoða uppbyggingu smáhýsa í Garði

Landeigandi Gauksstaða í Garði hefur óskað eftir leyfi til uppbyggingar á gistirýmum í smáhýsum fyrir ferðaþjónustu. Í gögnum framkvæmda- og skipulagsráðs segir að ráðið taki ágætlega í fyrirhuguð áform.

Samkvæmt samantekt ráðgjafa Suðurnesjabæjar í skipulagsmálum þarf að vinna deiliskipulag fyrir svæðið samhliða breytingu á aðalskipulagi. Þessu tengt þarf einnig að vinna umhverfismatsskýrslu, deiliskráningu fornleifa, byggða og húsakönnun ásamt rýni sjóvarnaráætlunar m.t.t. fyrirhugaðrar landnotkunar. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ráðið telur jafnframt að umsækjendur þurfi að gera með skýrum hætti grein fyrir því hvernig umferð að svæðinu verði háttað, en samkvæmt erindinu standa væntingar umsækjenda til þess að fyrirhuguð starfsemi muni draga til sín verulegan fjölda gesta, en núverandi umferðatenging við svæðið er takmörkuð eins og staðan er. Þegar skipulag umferðar um svæðið liggur fyrir leggur ráðið til að þau áform verði kynnt þeim sem hagsmuni kunni að eiga.

Smáhýsi hafa verið sett upp skammt frá Grindavíkurhöfn.