Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skoða stöðu íþróttamannvirkja og meta áætlaða þörf til 2030
Fimmtudagur 15. september 2022 kl. 09:40

Skoða stöðu íþróttamannvirkja og meta áætlaða þörf til 2030

Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, lagði fram tillögu á síðasta fundi ráðsins um að skipuð verði nefnd skipuð starfsfólki íþróttamannvirkja, kjörnum fulltrúum auk fulltrúa íþróttahreyfingarinnar í Reykjanesbæ. Hlutverk nefndarinnar er að skoða stöðu núverandi íþróttamannvirkja, meta áætlaða þörf íþróttahreyfingarinnar til ársins 2030 og koma með tillögur að nýrri stefnumótun í uppbyggingu íþróttamannvirkja og forgangsröðun þeirra ásamt rökstuðningi. Tillagan var samþykkt samhljóða.

Í stefnu Reykjanesbæjar frá 2020-2030 er uppbygging íþróttamannvirkja til að styðja við öflugt íþróttastarf eitt af markmiðum bæjarins.  Bæjarráð telur því nauðsynlegt að skoða hvað var gert á síðasta kjörtímabili miðað við stefnumótun íþrótta- og tómstundaráðs sem samþykkt var 2019. Hlutverk nefndarinnar er að skoða stöðu núverandi íþróttamannvirkja, meta áætlaða þörf íþróttahreyfingarinnar til ársins 2030 og koma með tillögur að nýrri stefnumótun í uppbyggingu íþróttamannvirkja og forgangsröðun þeirra ásamt rökstuðningi. Tillagan verður síðan lögð fyrir íþrótta- og tómstundarráð til umsagnar. 

Formaður leggur til að skipuð verði nefnd skipuð starfsfólki íþróttamannvirkja, kjörinna fulltrúa auk fulltrúa íþróttahreyfingarinnar í Reykjanesbæ. Nefndin verður skipuð tveimur fulltrúum bæjarstjórnar. Formaður ÍRB, starfsmanni íþróttamannvirkja, fulltrúi Keflavíkur - Íþrótta- og Ungmennafélag og fulltrúi Ungmennafélag Njarðvík. Formaður nefndarinnar verður fulltrúi meirihlutans. Umsjón með starfi nefndarinnar hefur Hafþór Birgisson, íþrótta- og tómstundarfulltrúi, segir í tillögunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024