Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skoða nýja staðsetningu á rauðum ljósgeisla Vatnsnesvita
Föstudagur 6. janúar 2023 kl. 06:16

Skoða nýja staðsetningu á rauðum ljósgeisla Vatnsnesvita

Stjórn Reykjaneshafnar leggur mikla áherslu á að öryggistæki sjófarenda geti sinnt hlutverkum sínum. Skerðing á því öryggi sem ljósgeisli Vatnsnesvita veitir við siglingar meðfram strönd Reykjanesbæjar er óásættanleg. Ef uppbygging mannvirkja á Vatnsnesi hefur slíkt í för með sér þarf að beita mótvægisaðgerðum til að tryggja öryggi sjófarenda. Stjórn Reykjaneshafnar samþykkir að vinna að slíkum mótvægisaðgerðum með hagsmunaaðilum og felur hafnarstjóra að fylgja málinu eftir.

Þetta var samþykkt samhljóða í kjölfar erindis frá Jóni Stefáni Einarssyni f.h. Vatnsnesfront ehf. og annarra hagsmunaaðila varðandi nýja staðsetningu á rauðum ljósgeisla Vatnsnesvita vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á Vatnsnesi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024