Miðvikudagur 27. mars 2024 kl. 13:48
Skoða lóðir og garða í Grindavík í dag
Jarðkönnunarverkefni Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra heldur áfram í Grindavík og í dag er verið að skoða lóðir og garða.
Í tilkynningu á fésbók Grindavíkurbæjar segir að íbúar ættu því ekki að láta sér bregða ef þeir verða varir við starfsmenn þess verkefnis innan sinna lóðamarka.