Skoða leikskólavist fyrir 18 mánaða börn

Fræðsluráð Reykjanesbæjar hefur falið leikskólafulltrúa bæjarins að gera úttekt á stöðu hvers leikskóla fyrir sig varðandi möguleika á að bjóða 18 mánaða börnum leikskólavist. 
 
Skal úttektin fjalla um stöðu á húsnæði/lóð og möguleika á stækkun sem og mat skólastjóra á getu eða vilja til þess að bjóða 18 mánaða börnum leikskólavist með tilliti til starfsmannahalds og faglegs leikskólastarfs.