Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skoða hvað læra megi af stórframkvæmdum á Austurlandi
Frá uppbyggingu í Helguvík. VF-mynd: Hilmar Bragi
Þriðjudagur 15. mars 2016 kl. 07:00

Skoða hvað læra megi af stórframkvæmdum á Austurlandi

– vetrarfundur SSS haldinn í Garðinum á föstudaginn

Vetrarfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum verður haldinn á föstudaginn í Miðgarði, sal Gerðaskóla í Garði.

Atvinnumál á Suðurnesjum, uppbygging við Keflavíkurflugvöll, erlendir starfsmenn - réttindi þeirra og skyldur og „Einn réttur - ekkert svindl“ verða viðfangsefni fundarins.

Undir atvinnumálum verður rætt um stórframkvæmdir á Austurlandi og hvað megi læra af þeim en á Suðurnesjum hefur á skömmum tíma hlaupið mikið líf í atvinnumálin og atvinnuleysi orðið eitt það minnsta á landinu.

Fundurinn hefst kl. 15:00 á föstudag en gert er ráð fyrir því að fundinum ljúki kl. 18:30.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024