Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Skoða hámarks dvalartíma barna á leikskóla í Vogum
Föstudagur 2. júlí 2021 kl. 06:48

Skoða hámarks dvalartíma barna á leikskóla í Vogum

Erindi skólastjóra um hámarks dvalartíma barna á Heilsuleikskólanum Suðurvöllum í Vogum voru til umfjöllunar á síðasta fundi fræðslunefndar Sveitarfélagsins Voga.

Afgreiðsla fræðslunefndar á fundinum var sú að nefndin tekur undir sjónarmið leikskólastjóra sem fram koma í bréfinu um að dvalartími leikskólabarna verði að hámarki níu klukkustundir á dag og beinir því til bæjarstjórnar að hámarks dvalartími barna á leikskólanum verði endurskoðaður, m.a. með vísan til áherslna sem fram koma í stefnumótun barnvæns sveitarfélags.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nefndin er þeirrar skoðunar að stytta eigi dvalartíma leikskólabarna enn meira, eða í 8,5 klukkustundir á dag. Starfsemi leikskólans verði þannig lokið klukkan 16:30 daglega.