Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skoða frían frístundaakstur í Suðurnesjabæ
Föstudagur 6. janúar 2023 kl. 06:38

Skoða frían frístundaakstur í Suðurnesjabæ

Íþrótta- og tómstundaráð Suðurnesjabæjar leggur til við bæjarstjórn Suðurnesjabæjar að farið verði í tilraunaverkefni á vorönn 2023 þar sem boðið verður upp á frían frístundaakstur milli kl. 13:30 og 16:30 á milli byggðarkjarna í Suðurnesjabæ og til Reykjanesbæjar.

Þátttaka barna í íþróttum og frístundabíll voru til umræðu á síðasta fundi íþrótta- og tómstundaráðs Suðurnesjabæjar. Freyja Þorvaldardóttir starfsmaður Maskínu var gestur á fundinum og kynnti niðurstöður könnunar sem lögð var fyrir í október og nóvember 2022 fyrir foreldrum grunnskólabarna um frístundastarf og frístundaakstur í Suðurnesjabæ.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024