Skoða að slíta sameign um Heiðarland Vogajarða
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkti á fundi sínum á miðvikudag í síðustu viku, að undangenginni umræðu, að fela bæjarstjóra að óska álits lögmanns sveitarfélagsins á möguleikum þess að slíta sameigninni um Heiðarland Vogagarða og um málsmeðferð slíks máls.
Heiðarland Vogajarða er í óskiptri sameign nokkurra aðila en sveitarfélagið á ríflega 40% í landinu.
Heiðarland Vogajarða hefur verið bitbein í nokkur misseri en óskað hefur verið eftir því að nýta grunnvatn í heiðarlandinu fyrir vatnsveitu og nýta allt að 100 lítra á sekúndu til þess. Hafa kærumál staðið vegna þess og Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála m.a. skorist í leikinn. Þá er einnig tekist á um lagningu Suðurnesjalínu 2 um landareignina.