Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skjótt skipast veður í lofti – og á landi!
Mánudagur 31. desember 2007 kl. 00:58

Skjótt skipast veður í lofti – og á landi!

Veður og færð getur breyst á ótrúlega skömmum tíma. Meðfylgjandi myndir eru teknar á sama stað með 12 tíma millibili. Annars vegar er mynd tekin skömmu eftir miðnætti aðfararnótt 30. desember og hins vegar mynd sem tekin er eftir hádegið í gær, 30. desember.

Á fyrri myndinni er allt á kafi í snjó, en við Suðurnesjamenn segjum að allt sé á kafi, þegar nokkurra sentimetra lag liggur yfir öllu. Seinni myndin ber það hins vegar með sér að mikið hefur gengið á og orðið asahláka er eitthvað sem passar vel við þær aðstæður.

Myndin er tekin af þriðju hæð íbúðarhúss við Tjarnabraut í Innri Njarðvík og sést yfir hluta Tjarnabrautar og lóð leikskólans Akurs. Húsin á bakvið standa við Háseylu og þá sjást ljósin í bænum í baksýn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024