Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skjálftinn var öflugri
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
fimmtudaginn 26. mars 2020 kl. 13:12

Skjálftinn var öflugri

Skjálftinn sem varð á tíunda tímanum í gær við Grindavík hefur verið endurreiknaður og var öflugri en fyrstu niðurstöður sýndu. Á vef Veðurstofu Íslands segir að skjálftinn hafi verið M3,9 en hann varð kl. 09:44 skammt NNA af Grindavík. Hann fannst greinilega í Grindavík.

Á áttunda tímanum í gærmorgun urðu tveir aðrir snarpir skjálftar. Annar var M3,1 og hinn M2,9 á sömu slóðum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nokkur skjálftavirkni hefur verið við Grindavík síðustu vikur í tengslum við landris á svæðinu.

Rólegt hefur verið á svæðinu síðan eftir hádegið í gær.

Óvissustig vegna landriss er enn í gildi hjá Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.