Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skjálftinn fannst vel á Suðurnesjum
Fimmtudagur 29. maí 2008 kl. 22:49

Skjálftinn fannst vel á Suðurnesjum

Suðurnesjamenn fundu vel fyrir jarðskjálftanum í dag. Flestir eru sammála um að tilfinningin hafi verið svipuð og þegar þjóðhátíðarskjálftinn reið yfir þann 17. júní árið 2000. Þeir sem voru á efri hæðum húsa fundu meira fyrir skjálftanum en þeir sem voru á jörðu niðri.

Grindvíkingar fundu vel fyrir skjálftanum. Hátíðarsvið sem unnið var að uppsetningu á í íþróttahúsi Grindavíkur í tengslum við Sjóarann síkáta gekk allt í bylgjum. Hús nötruðu í Grindavík eins og reyndar um allan Reykjanesskagann.

Á skrifstofum Víkurfrétta nötraði allt og skalf. Þar eins og víða fann fólk fyrir svima þegar húsið „sveiflaðist“ í skjálftanum. Töluverður hópur fólks var samankominn í Ytri Njarðvíkurkirkju þar sem verið var að útskrifa leikskólabörn. Þar voru allir rólegir, þrátt fyrir að kirkjan hafi nötrað. Eins og segir í annarri frétt hér á vf.is, þá varð jarðskjálftans meira að segja vart til sjós undan Garðskaga. Þar var tilfinning manna sú að skipið hafi fengið í skrúfuna, þegar höggbylgjan frá skjálftanum lenti á skipinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mynd: Jarðskjálftakort á vef Veðurstofu Íslands er skrautlegt þessa stundina.