Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skjálfti við Bláa lónið fannst í Grindavík
Skjálftar síðustu daga hafa án efa gárað Bláa lónið.
Mánudagur 16. maí 2022 kl. 17:50

Skjálfti við Bláa lónið fannst í Grindavík

Jarðskjálftavirkni heldur áfram á Reykjanesskaga. Heldur rólegra hefur verið í dag miðað við undanfarna daga en þó hafa nokkrir skjálftar yfir 3 mælst. Kl. 00:44 í nótt urðu tveir skjálftar í Eldvörpum, 3,2 og 3,1 að stærð. Nú kl. 15:50 varð skjálfti af stærðinni 3,0 rétt vestan við Bláa lónið. Hann fannst í Grindavík.

Veðurstofa Íslands vill benda á það að grjóthrun og skriður geta átt sér stað í hlíðum þegar svona skjálftar eiga sér stað og fólk beðið um að sýna aðgát á þeim svæðum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024