Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skjálfti skók Grindavík
Horft yfir Grindavík í haust þegar ennþá gaus í Fagradalsfjalli. Skjálftinn í kvöld var mitt á milli byggðarinnar í Grindavík og gossvæðisins. VF-mynd: Jón Steinar
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
miðvikudaginn 17. nóvember 2021 kl. 21:08

Skjálfti skók Grindavík

Jarðskjálfti upp á M3,0 varð 3,5 km norðaustur af Grindavík kl. 20:11 í kvöld. Skjálftinn fannst vel í Grindavík. Þetta er fyrsti skjálftinn í töluverðan tíma sem Grindvíkingar verða varir við en hrinan sem varð fyrir nokkrum vikum hafði lítil áhrif í Grindavík.

Nýjustu gervitunglagögn sýna að land er farið að rísa að nýju við gosstöðvarnar á Reykjanesskaga. Landrisið nær norður af Keili suður fyrir gosstöðvarnar. Líkanreikningar benda til þess að upptök þess séu á miklu dýpi og er líklegasta skýringin talin vera kvikusöfnun. Skjálftinn í kvöld var á rétt rúmlega 5 km. dýpi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024