Skjálftavirkni á Reykjaneshrygg
Jarðskjálftavirkni hefur verið töluverð á Reykjaneshrygg síðustu daga. Síðasti skjálftinn mældist þar klukkan 16:28 í gær samkvæmt sjálfvirkum mælingum Veðurstofunnar. Einn skjálftanna mældist um 3 stig á Richter en hinir hafa verið mun smærri. Upptök skjálftanna voru um 8 km suðvestan við Geirfuglasker og Geirfugladranga.
Virknin á svæðinu hefur vaxið töluvert hin síðari ár en að sögn jarðfræðings hjá Veðurstofunni eru engin merki um gosóra.
Kort Veðurstofu Íslands