Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skjálftar við Kleifarvatn
Föstudagur 5. nóvember 2010 kl. 12:25

Skjálftar við Kleifarvatn

Tugir lítilla jarðskjálfta hafa mælst síðasta sólarhringinn við Kleifarvatn á Reykjanesi. Þetta kemur fram á heimasíðu Veðurstofunnar. Flestir skjálftanna eru undir einum á Richter, sá stærsti um einn komma fjórir.

Steinunn Jakobsdóttir, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofunni segir í samtali við Ríkisútvarpið að talsverð virkni hafa verið á þessum slóðum undanfarna daga; þó sé ekki óalgengt að skjálftar þarna komi í hrinum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024