Skjálftar við Geirfuglasker
Nokkrir jarðskjálftar hafa mælst í nótt úti af Geirfuglaskeri og Geirfugladrangi á úti af Reykjanesi. Seint í gærkvöldi mældist skjálfti upp á 2,9. Með um hálftíma millibili í nótt mældust skjálftar upp á 2,4 og 3,0 norð-vestur af Geirfuglaskeri og snemma í morgun mældist síðan skjálfti upp á 2,5 norð-vestur af Geirfugladrangi á Reykjaneshrygg. Skjálftar á þessum slóðum eru algengir að sögn Veðurstofunnar.