Skjálftahrinan í rénun
Dregið hefur talsvert úr jarðskjálftahrinunni sem hófst í gækvöldi á Reykjaneshrygg skammt undan Eldey. Hrinan var nokkuð þétt í nótt og mældist um tugur sjálfta yfir 3,0 á Richter. Frá því klukkan hálf sjö í morgun hafa mælst sjö skjálftar á svæðinu á bilinu 1,9 – 3,4 Richter.
Jarðskjálftar eru ekki óalgengir á þessum slóðum enda er Reykjaneshryggurinn á mótum tveggja jarðskorpufleka.