Skjálftahrinan heldur áfram
Skjálftahrinan suður af Reykjanesi heldur áfram en frá því á miðnætti hafa fjórtán skjálftar orðið þar, sá öflugasti 3,9 á Richter. Sá síðasti varð um stundarfjórðungi yfir átta í morgun. Flestir urðu þeir í námunda við Eldeyjarboða.
Skjálftahrinan hefur verið nokkuð öflug en hún hófst í fyrradag og skipta skjálftarnir hundruðum. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands eru engin merki um gosvirkni í tengslum við skjálftana. Bylgjan greindi frá.
Skjálftahrinan hefur verið nokkuð öflug en hún hófst í fyrradag og skipta skjálftarnir hundruðum. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands eru engin merki um gosvirkni í tengslum við skjálftana. Bylgjan greindi frá.