Skjálftahrina við Grindavík
Jarðskjálftahrina hefur verið austan við Grindavík. Hafa vel á annan tug skjálfta mælst þar síðasta sólarhringinn, þar af einn upp á þrjá á Richter. Þá hafa all nokkrir skjálftar mælst yfir tveir á Richter en upptök flestra skjálftanna eru um 8 km ANA af Grindavík.
Mynd: Á meðfylgjandi korti frá Veðurstofu Íslands má sjá staðsetningu skjálftanna.
Mynd: Á meðfylgjandi korti frá Veðurstofu Íslands má sjá staðsetningu skjálftanna.