Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skjálftahrina í Fagradalsfjalli á Reykjanesi
Þriðjudagur 13. júlí 2004 kl. 15:04

Skjálftahrina í Fagradalsfjalli á Reykjanesi

Töluvert hefur verið um smáskjálfta í Fagradalsfjalli á Reykjanesskaga síðustu daga en þeir hófust á sunnudagseftirmiðdag. Upptök skjálftanna eru í fjallinu sem er í um það bil 10 km frá Grindavík. Þórunn Skaptadóttir, jarðfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir þessa hrinu hafa verið nokkuð samfellda og skjálftana hafa verið litla, flesta á bilinu eitt stig á Richter. Stærstu skjálftarnir hafi verið um 2 stig. Þórunn segir ekki hafa heyrt af því að fólk á svæðinu hafi orðið vart við skjálftana þar sem þeir séu það litlir. Þórunn á von á því að heldur fari að draga úr skjálftunum þó ekki sé hægt að fullyrða um það. Jarðskjálftar eru algengir á þessu svæði enda þekktur skjálftastaður, en frá þessu er greint á ruv.is.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024