Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Skjálftahrina á Reykjaneshrygg
Miðvikudagur 1. nóvember 2006 kl. 16:55

Skjálftahrina á Reykjaneshrygg

Talsverð skjálftavirkni hefur verið út á Reykjaneshrygg síðustu tvo sólarhringana. Auk tuga smáskjálfta sem voru á milli 2,3 - 2,8 á richter,  mældust tveir skjálftar sem voru vel yfir þrír á richter.
Að sögn Kristjáns Ágússtonar á eðlisfræðisviði Veðurstofu Íslands, er hæpið að eitthvert samhengi sé á milli þessara skjálfta og þeirra sem verið hafa á norðurlandi í dag enda sé allt of langt á milli þeirra. Hann telur þessa skjálfta ekki líklega til að vera fyrirboða stærri tíðinda heldur sé um að ræða venjulega skálftahrinu sem eru algengar á þessum slóðum. Hefur hrinan verið að fjara út í dag og virðist vera gengin yfir.

Mynd: Á þessu korti frá Veðurstofunni sjást upptök skjálftanna út á Reykjaneshrygg.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024