Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skipverja bjargað úr sjávarháska
Miðvikudagur 11. ágúst 2004 kl. 17:15

Skipverja bjargað úr sjávarháska

Mannbjörg varð í dag þegar skipverji af fiskibátnum Eyrarröst KE-25 var bjargað frá brennandi skipi 4 mílum norður af Sandgerði.

Maðurinn var kominn í sjóinn í flotgalla þegar handfærabáturinn Fúsi SH, sem var í nágrenninu, kom aðvífandi og var honum bjargað úr hafinu. Hann var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja en var ekki alvarlega slasaður eftir því sem fram kemur á vefsíðu Morgunblaðsins.

Íbúi í Sandgerði tilkynnti um svartan reyk sem stóð upp af hafinu um hádegisbilið í dag og var björgunarbátur og þyrla varnarliðsins send á staðinn. Eyrarröstin sökk skömmu síðar.
Mynd/Úr safni: Maðurinn var fluttur til Sandgerðis eftir björgunina
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024