Skipuleggja nýtt fjárhúsahverfi í Grindavík
Í haust hefur mikið verið um að grindvískir bændur hafa sótt líflömb út á land til kynbóta og hefur áhuginn aldrei verið meiri á hobbíbúskap í Grindavík að því er fram kemur á heimasíðu Fjáreigendafélags Grindavíkur.
Grindavíkurbær er þessa dagana að vinna að því að skipuleggja nýtt fjárhúsahverfi þar sem fjárbændur geta byggt sér snyrtilegt fjárhús. Ætti að vera hægt að hefja framkvæmdir strax á vormánuðum en húsin koma til með að líta eins út og geta nokkrir bændur verið saman í einu húsi.
Hugmyndin er að hafa þetta nýja hverfi á hrauninu milli Hrauns og Bjarmalands þar sem stutt er í rafmagn, heitt og kalt vatn.
---
VFmynd/elg - Grindvískar rollur.
www.grindavik.is