Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Miðvikudagur 19. júní 2002 kl. 15:34

Skipulagsstofnun fellst á byggingu háspennulínu Hitaveitu Suðurnesja

Hitaveita Suðurnesja hyggst leggja 14 km langa háspennulínu, frá Reykjanesi að aðveitustöð við Rauðamel. Þann 20 apríl sendi framkvæmdaaðili frá sér drög að tillögu að matsáætlun. Þann 15 maí sendi Skipulagsstofnun tillögu framkvæmdaaðila að matsáætlun út til umsagnaraðila.
Skipulagsstofnun hefur síðan gefið út ákvöðrun sína þar sem fallist var á tillögu framkvæmdaraðila að matsáætlun þó með nokkrum athugasemdum sem snúa að; áhrifasvæði með tiliti til sjónrænna áhrifa, umfjöllun um valkosti svo sem að leggja jarðstreng, nánari umfjöllun um vegaslóða og að stuðst verði við nýlega auglýst Aðalskipulag fyrir Grindavík að því er fram kemur á vefsíðu Heilbrigðiseftirlitsins.

Nánar má kynna sér ákvörðun skipulagsstofnunar hér
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024