Skipulagsdagur Reykjanesbæjar
Skipulagsdagur umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar var haldinn í Kjarna, Hafnargötu 57 á föstudaginn og gafst þar framkvæmdaraðilum auk íbúa tækfifæri til þess að skoða það helsta sem nú er í farvatninu varðandi skipulag Reykjanesbæjar.
Framkvæmdastjóri umhverfis- og skipulagssviðs var á staðnum auk annarra starfsmanna og fulltrúa í umhverfis- og skipulagsráði og voru veittar upplýsingar um einstök verkefni.
Má þar nefna vinnu við nýtt aðalskipulag Reykjanesbæjar, deiliskipulag sem nú er í ferli og nýjar hugmyndir vegna Vallarheiðar, sem er nýjasta hverfið í Reykjansbæ.
Áhugasamir geta skoðað sýninguna um helgina í göngugötunni í Kjarna.