Mánudagur 25. mars 2019 kl. 13:49
Skipuð í sögunefnd Keflavíkur
Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur skipað Kristinn Þór Jakobsson, Ragnhildi Árnadóttur, Erlu Guðmundsdóttur, Árna Jóhannsson og Stefán Jónsson í sögunefnd Keflavíkur 1949 – 1994. Til vara hefur Skúli Þorbergur Skúlason verið skipaður í nefndina. Þá samþykkti bæjarráð jafnframt erindisbréf nefndarinnar.