Skipting skólasvæða óbreytt í Reykjanesbæ
Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum í síðustu viku, að halda skólasvæðum óbreyttum, en til stóð að færa þau til vegna ójafnrar skiptingar á milli bekkjardeilda grunnskóla Reykjanesbæjar.Yfirvöld vilja þó benda foreldrum og forráðamönnum á, að þeir eigi rétt á að fá börn sín flutt úr fjölmennum bekkjardeildum yfir í fámennari bekkjardeildir á öðrum skólasvæðum, ef ekki fylgir því aukinn kostnaður fyrir bæjarfélagið. Í bókun ráðsins kemur einnig fram að ef nemandi fái slíkt leyfi, þá eigi hann jafnframt rétt á að ljúka námi frá viðkomandi skóla. Nemendur sem búsettir eru á ákveðnum skólasvæðum, munu þó hafa forgang í grunnskóla á sínu svæði.