Skiptar skoðanir um umönnunargreiðslur
Snarpar umræður urðu í bæjarstjórn Reykjanesbæjar á þriðjudaginn vegna umönnunargreiðslna sem meirihlutinn lagði til að teknar yrðu upp frá næstu mánaðamótum. Með því vill meirihlutinn bjóða upp á val og rétta við hlut þeirra sem hafa möguleika á að vera lengur heima eftir að fæðingarorlofi lýkur, eins og segir í greinargerð með tillögunni.
Minnihlutinn setur hins vegar fyrirvara um gildi slíkra greiðslna og hefur efasemdir um að þær þjóni best þeim einstaklingum sem þeirra eiga að njóta.
Áætlað er að umræddar umönnunargreiðslur muni kosta Reykjanesbæ tæpar 60 milljónir á ári. Greiðslufyrirkomulagið verður með rafrænum hætti á upplýsinga- og samskiptavef Reykjanesbæjar, mittreykjanes.is. Þar sækja foreldrar um mánaðarlega og greiðslan, sem nemur 30 þúsund krónum, verður send rafrænt.
Velji foreldrar að setja barn í vistun hjá dagforeldri er boðið upp á þann kost að styrkurinn renni til niðurgreiðslu á gjaldi hans. Greiðslurnar falla niður um leið og barnið fær úthlutað leikskólaplássi en kjósi foreldrar að sinna barninu lengur á eigin vegum er sótt um það sérstaklega.
Fulltrúar minnihlutans í bæjarstjórn hafa efasemdir um ágæti þessara greiðslna og lagði Guðbrandur Einarsson fram bókun þar að lútandi. Í henni segir að geri megi ráð fyrir að skattayfirvöld muni líta á þessar greiðslur sem skattskyldar og því sé í raun ekki verið að tala um 30 þúsund krónur heldur 18 þúsund.
Minnihlutinn segir einnig að með þessari aðgerð sé meirihlutinn að létta af sér þrýstingi sem sé að skapast vegna fjölgunar barna á biðlistum eftir vistun á leikskóla „í stað þess að ráðast af metnaði í frekari uppbyggingu leikskólastigsins,“ eins og segir í bókuninni. Minnihlutinn greiddi atkvæði gegn tillögunni, sem var samþykkt með atkvæðum meirihlutans.
Minnihlutinn setur hins vegar fyrirvara um gildi slíkra greiðslna og hefur efasemdir um að þær þjóni best þeim einstaklingum sem þeirra eiga að njóta.
Áætlað er að umræddar umönnunargreiðslur muni kosta Reykjanesbæ tæpar 60 milljónir á ári. Greiðslufyrirkomulagið verður með rafrænum hætti á upplýsinga- og samskiptavef Reykjanesbæjar, mittreykjanes.is. Þar sækja foreldrar um mánaðarlega og greiðslan, sem nemur 30 þúsund krónum, verður send rafrænt.
Velji foreldrar að setja barn í vistun hjá dagforeldri er boðið upp á þann kost að styrkurinn renni til niðurgreiðslu á gjaldi hans. Greiðslurnar falla niður um leið og barnið fær úthlutað leikskólaplássi en kjósi foreldrar að sinna barninu lengur á eigin vegum er sótt um það sérstaklega.
Fulltrúar minnihlutans í bæjarstjórn hafa efasemdir um ágæti þessara greiðslna og lagði Guðbrandur Einarsson fram bókun þar að lútandi. Í henni segir að geri megi ráð fyrir að skattayfirvöld muni líta á þessar greiðslur sem skattskyldar og því sé í raun ekki verið að tala um 30 þúsund krónur heldur 18 þúsund.
Minnihlutinn segir einnig að með þessari aðgerð sé meirihlutinn að létta af sér þrýstingi sem sé að skapast vegna fjölgunar barna á biðlistum eftir vistun á leikskóla „í stað þess að ráðast af metnaði í frekari uppbyggingu leikskólastigsins,“ eins og segir í bókuninni. Minnihlutinn greiddi atkvæði gegn tillögunni, sem var samþykkt með atkvæðum meirihlutans.