Skiptar skoðanir á fundi með bæjarstjóra Sandgerðis
Málefni fasteigna Sandgerðisbæjar voru fyrirferðarmikil á kynningarfundi sem Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri, hélt í kvöld. Þar kynnti hann m.a. áætlanir um að selja ýmsar fasteignir bæjarins til fasteignafélagsins Fasteignar hf. líkt og önnur sveitarfélög hafa gert. Þá voru málefni hafnarinnar til umræðu og lagði Sigurður mikla áherslu á að átak yrði gert í atvinnumálum bæjarins og sagði að sérstök fagnefnd væri að vinna í þeim málum.
Hressilegar umræður mynduðust þegar orðið var gefið laust og sýndist sitt hverjum, sérstaklega í fasteignamálunum.
Nánar um fundinn á morgun.
Hressilegar umræður mynduðust þegar orðið var gefið laust og sýndist sitt hverjum, sérstaklega í fasteignamálunum.
Nánar um fundinn á morgun.