Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skipta um dekkjakurl við Akurskóla
Fimmtudagur 23. júní 2016 kl. 06:00

Skipta um dekkjakurl við Akurskóla

Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum 9. júní síðastliðinn aukafjárveitingu til að endurnýja gúmmíkurl á sparkvelli við Akurskóla. Gert hafði verið ráð fyrir að fara í þessa framkvæmd en áætlanir stóðust ekki og því þurfti að sækja um viðbótarfjármagn. Það gúmmí sem sett verður á völlinn við Akurskóla er annarar tegundar en það sem fyrir er, sem er dekkjagúmmí. Nýja gúmmíið er grátt og oft kennt við þvottavélagúmmí því þannig gúmmí er notað í þéttihringi í þvottavélum, að sögn Guðlaugs H. Sigurjónssonar, sviðsstjóra Umhverfissviðs Reykjanesbæjar.

Alþingi samþykkti fyrr á árinu þingsályktunartillögu um bann við notkun gúmmíkurls úr dekkjum á leik- og íþróttavöllum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024