Skipta þarf upp OR og HS í aðskilin fyrirtæki
Ásgeir Margeirsson, forstjóri Geysis Green Energy, segir í Morgunblaðinu í dag að skv. þeim upplýsingum sem fram hafi komið um þær breytingar sem kveðið er á um í orkufrumvarpi iðnaðarráðherra sé alveg ljóst að það muni hafa mikil áhrif í för með sér. Geysir á 32% í Hitaveitu Suðurnesja hf. „Það mun hafa mjög mikil áhrif á fyrirtæki á borð við Hitaveitu Suðurnesja og Orkuveitu Reykjavíkur vegna þess að það þarf að skipta þessum fyrirtækjum upp í aðskilin framleiðslu- og dreifiveitufyrirtæki, þá þarf m.ö.o. að skilja að einkaleyfis- og samkeppnisstarfsemi. Þetta er grundvallarbreyting fyrir þessi fyrirtæki,“ segir hann.
Ásgeir segir að í þessum breytingum felist ákveðin tækifæri og jafnframt að þessar breytingar hafi væntanlega í för með sér nokkurn kostnað.
„Það eru ekki nein sérstök vandamál í þessu fyrir okkur sem hluthafa í HS heldur þarf bara að útfæra þetta og tryggja með góðu samningsumhverfi annars vegar aðgang framleiðslufyrirtækja að auðlindum og hins vegar aðgang sveitarfélaga og neytenda að orkunni sem er framleidd úr auðlindunum. Menn geta síðan haft sínar skoðanir á því hvort hyggilegt sé að dreifiveitur þurfi að vera að 2/3 hlutum í eigu opinberra aðila og að auðlindir þurfi að sama skapi að vera að 2/3 hlutum í eigu opinberra aðila.“
Frá þessu er greint á mbl.is
Ásgeir segir að í þessum breytingum felist ákveðin tækifæri og jafnframt að þessar breytingar hafi væntanlega í för með sér nokkurn kostnað.
„Það eru ekki nein sérstök vandamál í þessu fyrir okkur sem hluthafa í HS heldur þarf bara að útfæra þetta og tryggja með góðu samningsumhverfi annars vegar aðgang framleiðslufyrirtækja að auðlindum og hins vegar aðgang sveitarfélaga og neytenda að orkunni sem er framleidd úr auðlindunum. Menn geta síðan haft sínar skoðanir á því hvort hyggilegt sé að dreifiveitur þurfi að vera að 2/3 hlutum í eigu opinberra aðila og að auðlindir þurfi að sama skapi að vera að 2/3 hlutum í eigu opinberra aðila.“
Frá þessu er greint á mbl.is