Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skipt um hreyfil á Deltaþotu í Keflavík
Skipt um hreyfil á þotunni í blíðunni í Keflavík nú áðan. VF-mynd: Hilmar Bragi
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
föstudaginn 21. júní 2019 kl. 14:04

Skipt um hreyfil á Deltaþotu í Keflavík

Nú er unnið að því að skipta um hreyfil á Boeing 767-332(ER) frá Delta Air Lines á Keflavíkurflugvelli. Þotan þurfti að nauðlenda á Keflavíkurflugvelli á miðvikudagsmorgun eftir að annar mótor þotunnar bilaði á ferð þotunnar yfir Atlantshafið en vélin var á leiðinni til London frá Portland.

Talsverður viðbúnaður var á Keflavíkurflugvelli vegna lendingarinnar en ákveðnir ferlar eru ávallt settir í gang þegar flugvélar þurfa að lenda vegna vélarbilunar eða af öðrum orsökum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Vélin hefur verið staðsett á austursvæði Keflavíkurflugvallar frá því hún lenti á miðvikudagsmorgun. Skv. Flightradar24 er búið að áætla brottför vélarinnar frá Keflavík á laugardagsmorgun með áfrangastað í New York.

Ferill vélarinnar síðasta miðvikudag, frá Portland í Bandaríkjunum og til Keflavíkurflugvallar.