Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skipið dregið út á flóðinu kl. 16
Þriðjudagur 1. apríl 2008 kl. 14:41

Skipið dregið út á flóðinu kl. 16

Draugaskipið sem rak í nótt á fjörur Garðskaga er Kristbjörg VE, sem slitnaði aftan úr dráttarskipi á Reykaneshrygg fyrir mörgum árum og týndist. Talið var að skipið hafi sokkið, enda um 20 ár síðan það hvarf sjónum manna.


Skipsflakið verður dregið á flot á Garðskaga á flóðinu kl. 16 í dag. Farið verður með flakið til Njarðvíkur en reiknað er með að drátturinn frá Garðskaga til Njarðvíkur taki um tvær klukkustundir. Skipið verður því komið til Njarðvíkur um kl. 18 ef allt fer að óskum.

Mynd: Flakið í fjörunni á Garðskaga í morgun. Ljósmynd: Ellert Grétarsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024