Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skipbrotsmennirnir feðgar
Miðvikudagur 26. febrúar 2003 kl. 16:06

Skipbrotsmennirnir feðgar

Skipbrotsmennirnir tveir sem björguðust um borð í gúmmíbjörgunarbát þegar Draupnir sökk um 10 sjómílur suðsuðaustur af Hópsnesi komu til Grindavíkur um klukkan 14:40 í dag. Mótorbáturinn Mummi GK bjargaði mönnunum, eftir að TF-LÍF þyrla Landhelgisgæslunnar hafði fundið bátinn, en þyrlan var kölluð út klukkan 12:41. Þyrlan fann gúmmíbjörgunarbátinn um klukkan 13:15 og var mótorbáturinn Mummi þá staddur um 100 metra frá björgunarbátnum. Mennirnir, sem eru feðgar eru nú í yfirheyrslu Lögreglunnar í Keflavík. Oddur V. Gíslason björgunarbátur Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík er nú með Draupni í togi á leið til Grindavíkur, en Draupnir marrar í hálfu kafi og er á hvolfi. Gert er ráð fyrir að Oddur verði kominn til Grindavíkur eftir rúma klukkustund.

VF-Ljósmynd: Skipbrotsmennirnir komu í land í Grindavík rétt fyrir klukkan 15 í dag.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024