Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skipað í ráð og nefndir í Vogum
Þriðjudagur 15. júní 2010 kl. 13:00

Skipað í ráð og nefndir í Vogum


Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar í Vogum fór fram síðdegis í gær. Á fundinum var gengið frá skipan nefnda og ráða. Inga Sigrún Atladóttir, oddviti H-lista, verður forseti bæjarstjórnar og Hörður Harðarson, E-lista, verður formaður bæjarráðs. Þá var samþykkt samhljóða að ráða Eirný Valsdóttur í stöðu bæjarstjóra, eins og við greindum frá í gær.

Hörður Harðarson verður jafnframt formaður umhverfis-og skipulagsnefndar. Björn Sæbjörnsson verður formaður frístunda- og menningarnefndar og formaður fræðslunefndar verður Bergur Brynjar Álfþórsson.

Sjá nánari nefndaskipan hér

Ljósmynd/Oddgeir Karlsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024