Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Skipað í nefndir og ráð í Sandgerði
Föstudagur 16. júní 2006 kl. 15:08

Skipað í nefndir og ráð í Sandgerði

Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar í Sandgerði fór fram sl. miðvikudagskvöld. Þar var skipað í nefndir og ráð bæjarins auk helstu embætta.

Aðalmenn í bæjarstjórn Sandgerðis 2006-2010
Ólafur Þór Ólafsson    frá S-lista með 285 atkvæði.
Óskar Gunnarsson    frá K-lista með 263 atkvæði.
Sigurður Valur Ásbjarnarson  frá D-lista með 247 atkvæði.
Guðrún Arthúrsdóttir    frá S-lista með 142.5 atkvæði.
Ingþór Karlsson    frá K-lista með 131.5 atkvæði.
Hólmfríður Skarphéðinsdóttir  frá D-lista með 123.5 atkvæði.
Haraldur Hinriksson   frá B-lista með 118 atkvæði.

Sigurður Valur Ásbjarnarson heldur starfi sínu sem bæjarstjóri og  Óskar Gunnarsson mun áfram gegna stöðu forseta bæjarstjórnar og formanns bæjarráðs í samræmi við samning D-lista og K-lista um meirihlutasamstarf. Annars skiptist formennska í helstu nefndir svo: Reynir Sveinsson (D) verður formaður hafnarráðs, Sigursveinn B. Jónsson (K) formaður skólaráðs, Haraldur Haraldsson (K) formaður húsnæðis- skipulags- og byggingarráðs og Magnús Magnússon (D) formaður atvinnumálaráðs.

Nefndarkjör var samþykkt samhljóða í bæjarstjórn, en ósk Haraldar Hinrikssonar (B) um seturétt í bæjarráði sem áheyrnarfulltrúi með málfrelsi og tilllögurétt var hafnað með fjórum atkvæðum  meirihlutans, tveir sátu hjá.

Heildarlisti yfir skipanir má finna í fundargerð á heimasíðu bæjarins undir liðnum stjórnsýsla
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024