Fréttir

Skipa vinnuhóp vegna húsnæðisstuðnings sveitarfélagsins
Þriðjudagur 20. nóvember 2018 kl. 09:42

Skipa vinnuhóp vegna húsnæðisstuðnings sveitarfélagsins

Velferðarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt skipun starfshóps til að fara yfir húsnæðisstuðning sveitarfélagsins. Er það gert með hliðsjón af þeim breytingum sem hafa orðið m.a. á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, sem og ábendingum í ályktun umboðsmanns Alþingis í áliti hans vegna húsnæðisvanda utangarðsfólks í Reykjavík og stöðu og þróun húsnæðismála eins og hún kemur fram í skýrslu Íbúðalánasjóðs og velferðarráðuneytisins sem kynnt var á nýliðnu Húsnæðisþingi 2018. 
 
Starfshópurinn verður samsettur af þremur fulltrúum úr velferðarráði, tveimur starfsmönnum úr úthlutunarhópi velferðarráðs í húsnæðismálum, sviðsstjóra stjórnsýslusviðs og framkvæmdastjóra Fasteigna Reykjanesbæjar.
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024