Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skipa sameiginlegan vinnuhóp um málefni aldraðra
Jónína Magnúsdóttir og Jónína Holm verða fulltrúar Garðs í sameiginlegum vinnuhópi um málefni aldraðra á Suðurnesja. VF-mynd: Hilmar Bragi
Mánudagur 13. febrúar 2017 kl. 09:14

Skipa sameiginlegan vinnuhóp um málefni aldraðra

Jónína Magnúsdóttir og Jónína Holm verða fulltrúar Garðs í sameiginlegum vinnuhópi um málefni aldraðra á Suðurnesja.
 
Með tilvísun í nýsamþykktar verklagsreglur fyrir sameiginlega félagsþjónustu Sandgerðis, Garðs og Voga er lagt til að sveitarfélögin vinni sameiginlega drög að stefnu í málefnum aldraðra. Hvert sveitarfélaganna tilnefni tvo fulltrúa í vinnuhóp um stefnuna og að félagsmálastjóri vinni með hópnum. Hópurinn skili tillögum fyrir lok apríl 2017.  
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024