Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skip strandar við Sandgerði
Miðvikudagur 23. október 2002 kl. 00:07

Skip strandar við Sandgerði

Nú reynir björgunarskipið Hannes Þ. Hafstein að draga 170 tonna skip, Sigurvon, skipaskrárnúmer 1343, af strandstað í innsiglingunni til Sandgerðis. Skipið strandaði í innsiglingunni á tólfta tímanum í kvöld. Mannskapurinn um borð mun ekki vera í hættu. Þyrla Landhelgisgæslunnar er yfir strandstað, en þyrlur gæslunnar og varnarliðsins voru á æfingum ekki langt frá þegar strandið átti sér stað.Blaðamaður Víkurfrétta er á vettvangi og við flytjum frekari fréttir af strandinu og björgunaraðgerðum um leið og þær berast.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024