Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skimun á lestrargetu nemenda í Reykjanesbæ
Þriðjudagur 9. október 2012 kl. 14:25

Skimun á lestrargetu nemenda í Reykjanesbæ

Að undanförnu hafa kennsluráðgjafar á Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar og sérkennarar grunnskólanna skimað lestrargetu nemenda í 9. bekk með greiningartækinu LOGOS.

Niðurstöður skimunarinnar eru nýttar til að bregðast við ef þær sýna að lestrargetu er ábótavant hjá einstaka nemendum svo hægt sé að aðstoða þá, kennara þeirra og foreldra, við að bæta lestrarfærnina.

Tryggja þarf að nemendur með lestrarerfiðleika fái aðstoð og geti nýtt sér þá tækni og búnað sem í boði er sem sífellt verður betri og fjölbreyttari.  

Einnig stendur til að skima lestrargetu nemenda í 6. bekk í nóvember og í 3. bekk í janúar 2013.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024