Skiltin tekin niður við Reykjanesbraut
Skulu upp aftur að sögn Stopp-hópsins
Vegagerðin hefur tekin niður viðvörunarskilti við Reykjanesbraut sem Stopp-hópurinn setti niður í gær. Hópurinn hefur verið að þrýsta á stjórnvöld um að tvöfalda Reykjanesbrautina frá Keflavíkurflugvelli til Hafnarfjarðar. Starfsmaður Vegagerðarinnar tók skiltin niður í morgun og eru þau nú staðsett í Hafnarfirði. Á skiltunum eru stutt en skýr skilaboð: „Varúð - banaslys hafa orðið á næstu fjórum kílómetrum - akið varlega!“
„Framkvæmdahópurinn vinnur nú að því að sækja skiltin og skulu þau upp aftur! Málið er nú unnið með innanríkisráðuneytinu og er vonast til þess að leyfi liggi fyrir eftir hádegi,“ segir Atli Már Gylfason í færslu á Facebook, en hann er einn af þeim sem starfa í framkvæmdahópnum.