Skiltið upplýst á mánudag
Skiltið sem komið hefur verið fyrir við Vogastapa með nafni Reykjanesbæjar og nefnt er bæjarhlið verður upplýst mánudaginn 2. febrúar klukkan 18:30, á kyndilmessu.
Skiltið er smíðað af Vélsmiðju Ásmundar Sigurðssonar og uppsetning var einnig í höndum vélsmiðjunnar. Grjótgarðurinn við skiltið kemur úr Helguvík og um lýsingu á skiltinu sér fyrirtækið Rafmiðstöðin.
Í frétt á vefsíðu Reykjanesbæjar er þeim sem hafa áhuga á að vera viðstaddir þegar skiltið verður lýst upp bent á að leggja bílum sínum við Grindavíkurafleggjara.
VF-ljósmynd/Hilmar Bragi: Unnið að uppsetningu skiltisins í síðustu viku.