Skilríkin eins og ný eftir 34 ár í jörð
- og fleiri áhugaverðar fréttir í nýjustu Víkurfréttum
Víkurfréttir koma út í dag en blaðinu er dreift á Suðurnesjum í dag og á morgun. Rafræn útgáfa blaðsins er hér að neðan.
Í blaðinu er m.a. sagt frá því að veski kom í leitirnar við uppgröft í Njarðvík. Það hafði týnst árið 1983 en í veskinu voru m.a. nokkur skilríki. Þau eru í mjög góðu ástandi og hafa varðveist vel neðanjarðar síðustu 34 ár.
Blaðið má skoða hér að neðan.