Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Skilorð fyrir tilraun til þjófnaðar
Mánudagur 21. febrúar 2005 kl. 17:19

Skilorð fyrir tilraun til þjófnaðar

Tvítugur Keflvíkingur var dæmdur í 100 daga fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir þjófnaðartilraun í Hótel Keflavík í maí í fyrra. Dómurinn er skilorðsbundinn í 2 ár.

Starfsfólk kom að manninum og tilkynnti lögreglu sem handsamaði manninn þar sem hann var búinn að setja ýmislegt smálegt ofan í poka. Þar voru 2 kaffipokar, tvö handklæði, buxur, vasaljós og poki af frosnum frönskum kartöflum.

Með brotinu rauf maðurinn skilorð fyrir fyrri dóma vegna þjófnaða og umferðarlagabrota. Hann hefur þó snúið baki við fyrri lífsháttum og lokið áfengismeðferð. Vegna þesarar viðleitni hans þykir rétt að fresta refsingu í tvö ár haldi maðurinn skilorð.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024